Evrópa hefur meiri áhrif en Bandaríkin

Helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað í morgun.
Helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað í morgun. Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu lækkuðu í dag en svo virðist sem fjárfestar horfi mun meira til kreppunnar í Evrópu heldur en aukinnar bjartsýni meðal bandarískra neytenda.

Mikil eftirvænting er á fjármálamörkuðum vegna skuldabréfaútboðs ítalska ríkisins í dag.

Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði í Tókýó um 0,20%, í Sydney lækkaði vísitalan um 1,25% og í Seúl nam lækkunin 0,92%. Það sem af er degi hefur Hang Seng vísitalan lækkað um 0,80% í Hong Kong og í Sjanghaí hefur hlutabréfaverð lækkað um 0,81%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK