Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í sáralitlum viðskiptum á hrávörumörkuðum í dag.
Í New York hefur verð á WTI hráolíu til afhendingar í febrúar lækkað um 50 sent og er 100,84 Bandaríkjadalir tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 99 sent og er 108,28 dalir tunnan.
Í gær hækkuðu olíufyrirtækin N1 og Olís verð á bensíni um 3,5 og fjórar krónur. Þau hafa nú bæði dregið verðhækkunina til baka.