101 Capital tekið til gjaldþrotaskipta

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Sverrir

101 Capital ehf. félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. 101 Capital ehf. átti fyrir hrun meðal annars hlutabréf í FL-Group, en þær eignir félagsins voru í apríl 2008 færðar yfir í Styrk Invest, sem áður hét BG Capital og varð síðar gjaldþrota.

Sérstakur saksóknari hefur til rannsóknar lánveitingar Glitnis banka fyrir hrun til Baugs, Landic Property og 101 Capital vegna kaupa á danska fasteignafélaginu Keops.

Einnig var greint frá því í DV á árinu að samkvæmt heimildum blaðsins hefði skiptastjóri Styrks Invest sent mál þaðan til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK