101 Capital ehf. félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. 101 Capital ehf. átti fyrir hrun meðal annars hlutabréf í FL-Group, en þær eignir félagsins voru í apríl 2008 færðar yfir í Styrk Invest, sem áður hét BG Capital og varð síðar gjaldþrota.
Sérstakur saksóknari hefur til rannsóknar lánveitingar Glitnis banka fyrir hrun til Baugs, Landic Property og 101 Capital vegna kaupa á danska fasteignafélaginu Keops.
Einnig var greint frá því í DV á árinu að samkvæmt heimildum blaðsins hefði skiptastjóri Styrks Invest sent mál þaðan til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun.