Borgarráð hefur samþykkt að stækka einn skuldabréfaflokk sinn um 1,5 milljarða króna á tímabilinu mars til maí á næsta ári. Stærð skuldabréfaflokksins er nú 14.515 milljónir króna að nafnverði.
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 kemur fram að Reykjavíkurborg áætlar lántökur að fjárhæð 6.230 milljónir króna vegna framkvæmda.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 22 desember sl. útgáfuáætlun vegna stækkunar skuldabréfaflokksins RVK 09 1 á tímabilinu janúar-júní 2012. Útboð munu fara fram í viku 12, viku 17 og viku 21 og verða 500 milljónir króna í boði í hverju útboði.