Evran skelfur

Evra
Evra Reuters

Evran hækkaði heldur gagnvart Bandaríkjadal á gjaldeyrismörkuðum í Asíu í morgun eftir að hafa lækkað talsvert í nótt.

Stendur evran nú í 1,2926 Bandaríkjadölum og 100,50 jenum eftir að hafa farið lægst í 1,2887 dali og 100,30 jen í nótt.

Í gærkvöldi stóð evran í 1,2912 dölum og 100,80 jenum í New York.

Er lækkun evrunnar í gærkvöldi og nótt rakin til erfiðrar stöðu í Evrópu og eins skiptir máli hversu margir fjárfestar virðast vera að losa sig við evruna. Eins voru afar lítil viðskipti á gjaldeyrismarkaði í Asíu, þannig að allar hreyfingar höfðu áhrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK