Veltuaukningin 45% á milli ára

Um 6.600 kaup­samn­ing­um var þing­lýst árið 2011 á land­inu öllu og námu heild­ar­viðskipti með fast­eign­ir rúm­lega 170 millj­örðum króna. Meðal­upp­hæð á hvern samn­ing var um 26 millj­ón­ir króna.

Til sam­an­b­urðar má sjá að árið 2010 var velt­an tæp­lega 119 millj­arðar, kaup­samn­ing­ar rúm­lega 4.700 og meðal­upp­hæð hvers samn­ings um 25,2 millj­ón­ir króna. Heild­ar­velta fast­eignaviðskipta hef­ur því auk­ist um tæp­lega 45% frá ár­inu 2010 og kaup­samn­ing­um fjölgað um rúm­lega 40%. Velta 2011 er á landsvísu svipuð og árið 2008, seg­ir á vef Þjóðskrár Íslands.

Veltu­aukn­ing­in 57% á höfuðborg­ar­svæðinu

Sé litið til höfuðborg­ar­svæðis­ins stefn­ir heild­ar­upp­hæð þing­lýstra kaup­samn­inga í um 136 millj­arða króna, kaup­samn­ing­ar verða um 4.600 og meðal­upp­hæð kaup­samn­ings verður um 29,6 millj­ón­ir króna. Heild­ar­upp­hæð þing­lýstra kaup­samn­inga á höfuðborg­ar­svæðinu á ár­inu 2010 var tæp­lega 86,7 millj­arðar króna og fjöldi kaup­samn­inga var tæp­lega 3.000. Meðal­upp­hæð samn­inga árið 2010 var um 29,1 millj­ón króna. Heild­ar­velta á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur því auk­ist um tæp­lega 57% og fjöldi kaup­samn­inga hef­ur auk­ist um rúm­lega 54%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK