Öllum tilboðum í sparisjóð hafnað

Sparisjóður Norðfjarðar
Sparisjóður Norðfjarðar

Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar hefur, í samráði við stærstu eigendur hans, tekið ákvörðun um að hafna öllum tilboðum sem bárust í stofnfé sparsjóðsins.

Samþykkt var á stofnfjáreigendafundi Sparisjóðs Norðfjarðar, sem haldinn var  18. ágúst, að auglýsa allt stofnfé sjóðsins til sölu í opnu söluferli. Stjórn Sparisjóðsins réð verðbréfafyrirtækið Hf. Verðbréf til að hafa umsjón með og veita stjórn ráðgjöf í söluferlinu. Söluferlið hófst með auglýsingu í blöðum í byrjun september og skiluðu bjóðendur inn tilboðum í byrjun nóvember.

Í tilkynningu í dag kemur fram, að það sé mat stjórnar og eigenda að tilboðin séu of lág og ekki í samræmi við væntingar. Hefur tilboðunum því verið hafnað.

Þar sem ekki verður af sölu Sparisjóðsins hefur stjórnin tekið ákvörðun um hagræðingaraðgerðir til þess að tryggja áframhaldandi rekstur og bæta hag hans í framtíðinni. Aðgerðirnar eru margþættar. Stærsta aðgerðin felst í uppsögn fimm starfsmanna og lokun afgreiðslu Sparisjóðsins á Reyðarfirði frá og með 1. apríl 2012. Viðskiptavinum sparisjóðsins á Reyðarfirði verður veitt þjónusta frá Neskaupstað.  

Í tilkynningunni segir, að eiginfjárstaða Sparisjóðs Norðfjarðar sé traust en vegna ónógrar eftirspurnar eftir lánsfé og síaukinnar skattlagningar á fjármálafyrirtæki telji stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að grípa til fyrrgreindra aðgerða.

Stærstu eigendur Sparisjóðs Norðfjarðar eru Bankasýsla ríkisins, Fjarðabyggð og Samvinnufélag útgerðarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK