Spáir samdrætti á evrusvæðinu

Evrumerkið við Evrópska seðlabankann í Frankfurt.
Evrumerkið við Evrópska seðlabankann í Frankfurt. Reuters

Neville Hill, forstöðumaður Evrópudeildar stórbankans Credit Suisse, spáir því að þjóðarframleiðsla á evrusvæðinu muni dragast saman um 0,5% á þessu ári og að samdrátturinn verði mestur á fyrsta ársfjórðungi ársins.

„Við ættum ekki að vanmeta umfang áskorunarinnar sem evrusvæðið stendur frammi fyrir í upphafi ársins. Ítalir og Spánverjar standa við fjallsræturnar þegar útgáfa ríkisskuldabréfa er annars vegar fremur en að vera komnir á fjallstindinn,“ sagði Hill í lauslegri þýðingu.

Bendir hann á að Ítalir og Spánverjar þurfi að selja ríkisskuldabréf fyrir hundrað milljarða evra á fyrsta ársfjórðungi til að endurfjármagna skuldir en það samsvarar um 16.000 milljörðum króna, eða gróflega um tífaldri landsframleiðslu á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK