Danskir forstjórar vilja ekki evru

Reuters

Meiri­hluti for­stjóra danskra stór­fyr­ir­tækja er nú and­víg­ur því, að Dan­ir taki upp evru, sam­kvæmt könn­un, sem viðskipta­blaðið Bør­sen hef­ur látið gera. Seg­ir blaðið, að þetta sé í fyrsta skipti, sem meiri­hluti þessa hóps sé and­víg­ur evr­unni. 

Stofn­un­in Greens Ana­lyseinstitut gerði könn­un­ina fyr­ir blaðið og leitaði til for­stjóra 760 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins.

Niðurstaðan var, að 55% for­stjór­anna sögðust myndu greiða at­kvæði gegn því í þjóðar­at­kvæðagreiðslu nú, að taka upp evru, en 45 sögðust myndu greiða at­kvæði með því að krón­unni yrði skipt út fyr­ir evru.

Fram kem­ur að skuldakrepp­an á evru­svæðinu er höfuðástæðan fyr­ir því að for­stjór­arn­ir vilja nú halda í krón­una.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK