Actavis greiðir milljarða ytra

Húsakynni Actavis í Hafnarfirði.
Húsakynni Actavis í Hafnarfirði. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Bandarísk dótturfyrirtæki Actavis hafa fallist á að greiða 118,6 milljónir Bandaríkjadala, 14,6 milljarða íslenskra króna, í kjölfar ásakana um að þau hafi látið alríkisstjórn Bandaríkjanna og fjögur ríki innan Bandaríkjanna borga of mikið fyrir lyf. Bloomberg-fréttaveitan greinir frá þessu.

Dómssáttin var lögð fram í alríkisdómstól í Boston 29. desember sl. Daginn áður hafði verið samið um 84 milljóna dala greiðslu til Texas þannig að samtals nema greiðslurnar yfir 200 milljónum dala, um 25 milljörðum íslenskra króna. Í febrúar hafði dómstóll í Austin í Texas gert fyrirtækjum innan Actavis-samstæðunnar að greiða 170 milljónir dala fyrir að rukka of mikið fyrir lyf sem ríkið keypti vegna Medicaid-sjúkratryggingakerfisins.

Auk þess að semja við alríkisstjórnina hafa dótturfyrirtæki Actavis samið við ríkisstjórnir New York, Flórída, Suður-Karólínu og Iowa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK