Dregið að ósekju inn í málshöfðun

Endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouesCoopers (PwC) segist í yfirlýsingu harma, að það hafi verið dregið að ósekju inn í málshöfðun slitastjórnar Glitnis í New York gegn fyrrverandi stjórnendum og hluthöfum Glitnis banka.

Segir í yfirlýsingu frá PwC að fyrirtækið hafi mótmælt málshöfðuninni sem tilhæfulausri og illa rökstuddri enda hafi legið fyrir frá upphafi, að PwC gæti ekki verið aðili að málinu í New York. Með því að slitastjórn Glitnis hafi ákveðið að halda áfrýjun málsins í New York ekki til streitu hafi röksemdir þær, sem PwC setti fram verið staðfestar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK