Gagnrýnir ráðningu Þorvalds Lúðvíks

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, gagnrýnir ráðningu Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar í starf framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, í vikublaðinu Akureyri í dag.

„Með ráðningunni eru þeir fulltrúar sveitarfélaga við Eyjafjörð sem mynda stjórn AFE að gera lítið úr störfum sérstaks saksóknara og ekki síður úr ábyrgðinni sem við verðum að horfast í augu við að menn beri vegna bankahrunsins. Sú afstaða finnst mér sorgleg af hálfu fulltrúa opinberrar stjórnsýslu,“ segir Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar réði í vikunni Þorvald Lúðvík nýjan framkvæmdastjóra. Alls sóttu 37 um.

Frétt mbl.is um ráðningu Þorvaldar Lúðvíks

Enginn umsækjandi annar en Þorvaldur Lúðvík hefur stöðu sakbornings en hann sætir rannsókn hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um stórfelld fjársvik í fyrri störfum.

Andrea segir ráðninguna „hneyksli“ en Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður stjórnar AFE, ver ráðninguna og segir ekki hægt að bíða dóms og laga endalaust. „Jú, það getur vel verið að hún [ráðningin] verði umdeild, en það er ekki hægt að láta menn hanga endalaust í óvissu. Capacent setti 10 manns í persónuleikapróf og skaraði Þorvaldur Lúðvík fram úr öðrum,” segir í frétt Akureyrar.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK