Lækkun á olíumarkaði

Eldsneyti hefur víða hækkað í verði að undanförnu
Eldsneyti hefur víða hækkað í verði að undanförnu Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í kvöld eftir mikla hækkun í gær vegna ótta fjárfesta um stöðu mála við Persaflóa. Virðist sem ótti við ástandið á evrusvæðinu og minni eftirspurn í Bandaríkjunum vegi þyngra en ótti við stríð.

Í New York lækkaði verð á West Texas Intermediate olíu til afhendingar í febrúar um 1,41 Bandaríkjadal og er 101,81 dalur tunnan.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 96 sent og er 112,74 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK