Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í kvöld eftir mikla hækkun í gær vegna ótta fjárfesta um stöðu mála við Persaflóa. Virðist sem ótti við ástandið á evrusvæðinu og minni eftirspurn í Bandaríkjunum vegi þyngra en ótti við stríð.
Í New York lækkaði verð á West Texas Intermediate olíu til afhendingar í febrúar um 1,41 Bandaríkjadal og er 101,81 dalur tunnan.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 96 sent og er 112,74 dalir tunnan.