Ungverjaland í ruslflokki hjá Fitch

Seðlabanki Ungverjalands í Búdapest.
Seðlabanki Ungverjalands í Búdapest. Reuters

Greiningarfyrirtækið Fitch Ragings lækkaði lánshæfiseinkunn ungverska ríkisins í dag í BB+ eða í svonefndan ruslflokk. Áður höfðu bæði Moody's og Standard & Poor's lækkað einkunn Ungverja í ruslflokk.

Fitch segir að horfur fyrir einkunn Ungverjalands séu neikvæðar vegna þess að áfram hafi dregið úr möguleikum ungverska ríkisins til að fjármagna rekstur sinn bæði innanlands og í útlöndum. Þetta stafi að hluta til af óhefðbundinni efnahagsstefnu sem hafi grafið undan trausti fjárfesta á ungverskum efnahagsmálum.

Ný lög um seðlabanka Ungverjalands tóku gildi um áramótin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa gagnrýnt þau lög harðlega á þeirri forsendu að þau dragi úr sjálfstæði bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK