Hagvöxtur í öndvegi

00:00
00:00

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands, sögðu eft­ir fund sem þau áttu í Berlín í dag, að hag­vöxt­ur yrði sett­ur í önd­vegi í aðgerðum gegn skuldakrepp­unni á evru­svæðinu. 

Leiðtog­arn­ir sögðu, að Evr­ópu­sam­bandið ætti að bera sam­an vinnu­markaðsregl­ur í mis­mun­andi lönd­um og nýta það besta úr þeim. Þá hvöttu þau Merkel og Sar­kozy til þess, að sjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins yrðu nýtt­ir sem best til að skapa ný störf.

Bæði Merkel og Sar­kozy sögðust vera til­bú­in til að hraða greiðslum inn í svo­nefnd­an björg­un­ar­sjóð evru­ríkj­anna til að auka traust á hag­kerfi evru­svæðis­ins. Þau hvöttu til þess að reynt yrði hið fyrsta að ná niður­stöðum í viðræðum um nýj­ar fjár­laga­regl­ur ESB-ríkja. 

Merkel sagðist vera hlynnt því, að sér­stak­ur skatt­ur yrði lagður á fjár­magns­hreyf­ing­ar annaðhvort í Evr­ópu­sam­band­inu öllu eða á evru­svæðinu.

Merkel og Sarkozy í Berlín í dag.
Merkel og Sar­kozy í Berlín í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK