Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag vegna ótta fjárfesta um minnkandi eftirspurn á evru-svæðinu.
Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 75 sent og er 112,31 Bandaríkjadalur tunnan. Í New York hefur verð á WTI hráolíu til afhendingar í febrúar lækkað um 96 sent og er 100,60 dalir tunnan.
Á Íslandi hækkaði hins vegar verð á bensíni hjá tveimur olíufélögum í dag.