Fá ekki Renault í hendur

Starfsmaður í verksmiðju Renault í Frakklandi.
Starfsmaður í verksmiðju Renault í Frakklandi.

Franskur dómstóll hafnaði í dag kröfu afkomenda stofnanda franska  bílaframleiðandans Renault um að fá fyrirtækið í hendur á ný. Lagt var hald á Renault og það síðan þjóðnýtt árið 1945 á þeim forsendum að stofnandi fyrirtækisins hefði unnið með nasistum.

Sjö barnabörn Louis Renaults sögðu, eftir að dómurinn var kveðinn upp í dag, að þau myndu áfrýja niðurstöðunni. Þau höfðuðu málið í kjölfar lagabreytingar, sem kvað á um að hægt væri að vísa því til dómstóla hvort tiltekin löggjöf stæðist stjórnarskrá Frakklands.

Louis Renault stofnaði Renault árið 1898 ásamt bræðrum sínum en fyrirtækið er nú einn stærsti bílaframleiðandi Frakklands. Þegar Þjóðverjar hernámu Frakkland var fyrirtækið látið framleiða hergögn fyrir þýska herinn. 

Louis Renault lést í fangelsi skömmu eftir að París var frelsuð úr höndum nasista en hann átti þá yfir höfði sér ákæru fyrir samvinnu við nasista. Fyrirtækið var í kjölfarið þjóðnýtt og franska ríkið er enn stærsti einstaki hluthafinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK