Hefur veikst um 18% gagnvart Bandaríkjadal

Reuters

Geng­is­vísi­tala krón­unn­ar stend­ur í 218,4 stig­um og hef­ur veikst um rúm 3% frá því í lok októ­ber þegar gengi krón­unn­ar var sem sterk­ast á haust­dög­um. Af helstu viðskipta­mynt­um hef­ur krón­an veikst einna mest gagn­vart Banda­ríkja­dal á þessu tíma­bili, eða sem nem­ur rúm­lega 9%.

Í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka kem­ur fram að þessa hreyf­ingu megi að stór­um hluta skýra með árstíðarsveiflu, ekki síst vegna þess að straum­ur gjald­eyr­is vegna er­lendra ferðamanna hef­ur minnkað. Reikna má með að krón­an muni eiga á bratt­ann að sækja fram eft­ir vetri, en sæki svo í sig veðrið með hækk­andi sól.

Banda­ríkja­dal­ur er nú skráður á rúm­ar 124 krón­ur og hef­ur hann ekki verið dýr­ari í 18 mánuði, eða síðan um miðjan júlí árið 2010. Einnig hef­ur krón­an veikst tölu­vert gagn­vart breska pund­inu, eða sem nem­ur um 6% frá því í októ­ber­lok. Hef­ur pundið ekki verið dýr­ara í rúma 18 mánuði, eða síðan seint í júní árið 2010 en það kost­ar nú yfir 192 krón­ur á inn­lend­um milli­banka­markaði.

Mun minni breyt­ing hef­ur orðið á gengi krón­unn­ar gagn­vart evr­unni frá því í lok októ­ber, auk þess sem þró­un­in hef­ur verið í gagn­stæða átt. Kost­ar evr­an nú um 159 krón­ur sam­an­borið við um 160 krón­ur í októ­ber­lok.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK