Hefur veikst um 18% gagnvart Bandaríkjadal

Reuters

Gengisvísitala krónunnar stendur í 218,4 stigum og hefur veikst um rúm 3% frá því í lok október þegar gengi krónunnar var sem sterkast á haustdögum. Af helstu viðskiptamyntum hefur krónan veikst einna mest gagnvart Bandaríkjadal á þessu tímabili, eða sem nemur rúmlega 9%.

Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka kemur fram að þessa hreyfingu megi að stórum hluta skýra með árstíðarsveiflu, ekki síst vegna þess að straumur gjaldeyris vegna erlendra ferðamanna hefur minnkað. Reikna má með að krónan muni eiga á brattann að sækja fram eftir vetri, en sæki svo í sig veðrið með hækkandi sól.

Bandaríkjadalur er nú skráður á rúmar 124 krónur og hefur hann ekki verið dýrari í 18 mánuði, eða síðan um miðjan júlí árið 2010. Einnig hefur krónan veikst töluvert gagnvart breska pundinu, eða sem nemur um 6% frá því í októberlok. Hefur pundið ekki verið dýrara í rúma 18 mánuði, eða síðan seint í júní árið 2010 en það kostar nú yfir 192 krónur á innlendum millibankamarkaði.

Mun minni breyting hefur orðið á gengi krónunnar gagnvart evrunni frá því í lok október, auk þess sem þróunin hefur verið í gagnstæða átt. Kostar evran nú um 159 krónur samanborið við um 160 krónur í októberlok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK