Mikil eftirspurn eftir þýskum bréfum

Evran og þýska markið.
Evran og þýska markið. Reuters

Mikil eftirspurn var eftir ríkisskuldabréfum þýska ríkisins til fimm ára sem boðin voru út i dag. Vegna þessa eru vextirnir þeir lægstu í sögulegu samhengi. Svo virðist sem fjárfestar leiti nú í öruggar fjárfestingar hjá stærsta hagkerfi Evrópu.

Alls bárust tilboð í níu milljarða evra en til stóð að selja ríkisskuldabréf fyrir fjóra milljarða evra. Tók ríkið tilboðum fyrir 3,2 milljarða evra en ætlunin er að selja bréf fyrir 800 milljónir evra á eftirmarkaði líkt og viðtekin venja er um.

Ávöxtunarkrafan er 0,90% og er þetta í fyrsta skipti sem hún fer niður fyrir 1%.

Greiða þýska ríkinu fyrir að geyma peningana

Í útboði þýska ríkisins á mánudag á sex mánaða ríkisbréfum var ávöxtunarkrafan neikvæð sem þýðir einfaldlega það að fjárfestar greiða þýskum stjórnvöldum fyrir að taka við peningum sínum.

Þykir þetta til marks um stöðu Þýskalands á fjármálamarkaði, öruggur staður til að geyma peningana á meðan skuldakreppa ríkir. Fjárfestar treysta þýskum stjórnvöldum til þess að greiða þeim féð til baka ólíkt trausti fjárfesta á ýmsar aðrar ríkisstjórnir í Evrópu.

Þegar talað er um ávöxtunarkröfu er um að ræða kröfu sem gerð er til ávöxtunar á fé á ársgrundvelli. Ávöxtunarkrafa er oftast notuð í samhengi við skuldabréf og lýsir þeirri kröfu sem kaupandi skuldabréfs gerir til ávöxtunar á fé sínu. Ef fjárfestir á 1 milljón og býst við að hún verði orðin að 1,5 milljónum eftir eitt ár þá er ávöxtunarkrafa hans 50%. Á ensku nefnist ávöxtunarkrafa Yield to Maturity og vísar til þeirrar ávöxtunar sem næst þangað til skuldabréf er á gjalddaga, að því er segir á vefnum M5.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka