Verðlækkun á olíumarkaði

Frá NYMEX markaðnum í New York
Frá NYMEX markaðnum í New York Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í nótt þar sem fjárfestar innleystu hagnað vegna hækkunar í gær og eins vegna lítillar eftirspurnar í Bandaríkjunum í liðinni viku.

Í New York hefur WTI-hráolía til afhendingar í febrúar lækkað um 39 sent og er 101,85 Bandaríkjadalir tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu lækkað um 36 sent og er 112,92 dalir tunnan.

Í gær hækkaði verð á olíumörkuðum vegna aukinnar einkaneyslu í Bandaríkjunum og spennu í samskiptum Írans og vesturlanda. Eins er ástandið í Nígeríu eldfimt um þessar mundir sem hefur haft áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK