Búast við batnandi tíð

Þótt mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja telji aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar þá hefur þeim fækkað hlutfallslega síðustu mánuði. Þá telja fleiri en áður, að ástandið muni batna eftir hálft ár. 

Capacent gerði könnunina fyrir Samtök atvinnulífsins (SA) og Seðlabankann. Fram kemur á vef SA, að nú telji 67% stjórnenda aðstæður vera slæmar en hlutfallið var 72% í síðustu könnun sem gerð var fyrir tveimur mánuðum. 29% telja að aðstæðurnar séu hvorki góðar né slæmar en 4% að þær séu góðar.

Fjórir af hverjum fimm stjórnendum fyrirtækja á landsbyggðinni telja aðstæður slæmar, og enginn stjórnandi í sjávarútvegi telur aðstæður góðar. Á höfuðborgarsvæðinu telja þrír af hverjum fimm aðstæður vera slæmar en 5% að þær séu góðar. Jákvæðasta matið á núverandi aðstæðum er í ýmsum þjónustugreinum.

Nú telja 22% stjórnenda að aðstæður batni eftir sex mánuði en þeir voru 17% fyrir tveimur mánuðum. Sem fyrr telja þó langflestir (61%) að þær breytist ekki.

Stjórnendur á höfuðborgarsvæðinu eru mun bjartsýnni, þar sem 26% sjá fram á bata, en á landsbyggðinni þar sem aðeins 9% sjá fram á bata. Í þjónustugreinum, samgöngum og ferðaþjónustu og verslun sjá fleiri stjórnendur fram á bata en afturkipp, en stjórnendur í sjávarútvegi og byggingariðnaði sjá langflestir fram á lakari aðstæður.

Vefur Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK