Ísland gæti dafnað undir aga í hagstjórn

Arnór Sighvatsson.
Arnór Sighvatsson.

Reynsla Íslands af sam­starf­inu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn bend­ir til þess að landið muni dafna vel und­ir aga í hag­stjórn, að mati Arn­órs Sig­hvats­son­ar, aðstoðarseðlabanka­stjóra.

Þetta kom fram í er­indi Arn­órs á fundi Alþýðusam­bands Íslands um gjald­eyr­is­mál í vik­unni. Sagði Arn­ór þar, að aga þurfi hag­stjórn­ina meira en gert hef­ur verið til þessa, með því að setja henni um­gjörð sem þvingi stjórn­völd til þess að hverfa frá skamm­sýni og horfa til lengri tíma.

„Ein leið til þess er að ganga í gjald­miðils­banda­lag. Reynsla Grikkja og annarra landa á jaðri evru­svæðis­ins sýn­ir hins veg­ar að snúi stjórn­völd ekki baki við skamm­sýnni hag­stjórn og fresti því of lengi að tak­ast á við aðsteðjandi vanda er það aga­vald allt annað en blítt. Ég hygg að reynsla Íslands af sam­starf­inu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn bendi hins veg­ar til þess að landið muni dafna vel und­ir slík­um aga. Standi aðild að evru­svæðinu hins veg­ar ekki til boða þarf ag­inn að koma inn­an frá. Úrbæt­ur sem  Seðlabank­inn hef­ur lagt til í tveim­ur skýrsl­um und­an­far­in ár miða að því að auka hann. Sömu aðgerðir gætu í mörg­um til­vik­um einnig stuðlað að stöðug­leika og sjálf­bær­um  hag­vexti inn­an gjald­miðils­banda­lags og að sumu leyti orðið auðveld­ari í fram­kvæmd inn­an þess," sagði Arn­ór m.a.

Ræða Arn­órs Sig­hvats­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK