Hlutabréf og evra lækka

Hlutabréf lækkuðu í verði í helstu kauphöllum Evrópu síðdegis og gengi evrunnar lækkaði einnig í kjölfar frétta um að matsfyrirtækið Standard & Poor's muni lækka lánshæfiseinkunn franska ríkisins um eitt stig, úr AAA í AA+.

Breska viðskiptablaðið Financial Times sagði á vef sínum síðdegis, að lánshæfiseinkunn austurríska ríkisins yrði einnig lækkuð í AA+.

FTSE-hlutabréfavísitalan í Lundúnum lækkaði um 0,46%, Cac-vísitalan í París lækkaði um 0,11% og Dax-vísitalan í Frankfurt lækkaði um 0,58%. Þá lækkaði gengi evrunnar og var skráð 1,2638 dalir síðdegis. Hefur gengi evru ekki verið lægra í 16 mánuði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK