Lækkun leiðir til niðursveiflu

Elio Di Rupo,
Elio Di Rupo, Reuters

Elio Di Rupo, forsætisráðherra Belgíu, tók í dag undir með öðrum Evrópuleiðtogum sem hafa gagnrýnt Standard og Poor's fyrir nýlega lækkun fyrirtækisins á lánshæfismati níu evrusvæðisríkja. Di Rupo sagði í sjónvarpsviðtali að með þessu væru lánshæfismatsfyrirtækin að senda evrusvæðið í niðursveiflu.

„Matsfyrirtækin rækja sitt hlutverk, en samt á furðulegan hátt þar sem þau hafa tilhneigingu til að leiða okkur í átt að niðursveiflu með hegðun sinni, tímasetningu sinni,“ sagði Di Rupo. Mikilvægt væri fyrir Belgíu að ná að vinna sig út úr vandanum eftir það sem lagt væri á borgarana en þar vísaði hann til þess að áætlanir gera ráð fyrir 11,3 milljarða evra niðurskurði í viðleitni til að minnka fjárlagahallann.

Belgía var ekki á meðal þeirra landa sem matsfyrirtækið lækkaði lánshæfi hjá. Á síðasta ári lækkuðu bæði S&P og Moody's lánshæfi Belgíu, þar sem skuldastaða landsins var talin gefa tilefni til að hafa áhyggjur, en hún nam nærri 100% af vergri landsframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK