30% vegna kortaeyðslu erlendis

Íslendingar eru duglegir að nota kreditkort í útlöndum
Íslendingar eru duglegir að nota kreditkort í útlöndum Reuters

Ef tölur yfir aukningu í kortaveltu (sterkur mælikvarði á breytingu á einkaneyslu) milli ára eru skoðaðar kemur í ljós að tæplega 30% af þeirri aukningu sem varð milli áranna 2010 og 2011 voru tilkomin vegna eyðslu erlendis. Þetta kemur fram í nýjum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Einkaneyslan tók heldur betur við sér á síðasta ári, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jókst hún um 3,8% milli ára, fyrstu 9 mánuði ársins. Svipaða þróun má sjá á fjórða ársfjórðungi ef marka má tölur um kortaveltu.

Tölur frá Seðlabankanum benda til þess að um 30% af þeirri aukningu sem hefur orðið í kortaveltu Íslendinga milli ára séu vegna erlendrar veltu/neyslu. Sú neysla skilar sér því ekki til íslenskra fyrirtækja og leiðir því ekki af sér aukna fjárfestingu í einkageiranum, líkt og sumir hafa bent á.

Flest bendir því til þess að sá hagvöxtur sem drifinn er áfram af einkaneyslu hér á landi, sé ekki sjálfbær þar sem einkaneyslan á að miklu leyti rætur sínar að rekja til tímabundinna aðgerða, og alls ekki ef fjármagnið rennur síðan í vasa erlendra fyrirtækja (sem takmarkar keðjuverkandi áhrif neyslunnar). Í þessu sambandi er mikilvægt að huga að öðrum þáttum sem hvetja til innlendrar fjárfestingar, segir í Markaðspunktum.

„Ljóst er að eyðsla Íslendinga erlendis styður ekki við bakið á innlendri framleiðslu og þar með fjárfestingu, nema að litlu leyti. Greiningardeild hefur áður minnst á uppsprettu þeirrar aukningar sem hefur orðið í einkaneyslu, s.s. sértækar aðgerðir stjórnvalda og úttekt á séreignarsparnaði, og velt þeirri spurningu upp hvort þetta skýri meginhlutann af þeirri aukningu sem hefur mátt merkja í einkaneyslu upp á síðkastið.

Ef svo er liggur fyrir að þessi vöxtur í neyslu er ekki sjálfbær, a.m.k. ekki af þeirri stærðargráðu sem hann hefur mælst. Á tímum gjaldeyrishafta má einnig velta því fyrir sér hvort æskilegt sé að neysluaukning Íslendinga fari fram erlendis í stað þess að aukin einkaneysla búi í haginn fyrir aukna fjárfestingu hérlendis eða aukningu á gjaldeyrisforða þjóðarinnar,“ samkvæmt Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK