Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti í dag lánshæfiseinkunn franska ríkisins og er ríkið áfram með hæstu einkunn, AAA. Fyrirtækið íhugar hins vegar hvort það muni breyta horfum ríkissjóðs en þær eru nú stöðugar.
Á föstudag lækkaði Standard & Poor's lánshæfiseinkunn franska ríkisins í AA+ en Fitch hefur gefið út að ekki standi til að lækka lánshæfiseinkunn Frakklands á árinu.