Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat björgunarsjóðs Evrópusambandsins úr AAA í A+. Matsfyrirtækið segir að einkunnin verði aftur færð í fyrra horf ef sjóðurinn geti orðið sér úti um frekari tryggingar.
Þetta kemur í kjölfar ákvörðunar fyrirtækisins um að lækka lánshæfismat Frakklands og Austurríkis úr AAA, en ríkin hafa verið helstu bakhjarlar sjóðsins.
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, segir nauðsynlegt að setja meira fé í sjóðinn í kjölfar þessarar ákvörðunar. Þau Evrópuríki sem séu enn með einkunnina AAA verði að leggja meira af mörkum til að styrkja sjóðinn.