Lækka lánshæfi björgunarsjóðsins

Reuters

Mats­fyr­ir­tækið Stand­ard & Poor's hef­ur lækkað láns­hæf­is­mat björg­un­ar­sjóðs Evr­ópu­sam­bands­ins úr AAA í A+. Mats­fyr­ir­tækið seg­ir að ein­kunn­in verði aft­ur færð í fyrra horf ef sjóður­inn geti orðið sér úti um frek­ari trygg­ing­ar.

Þetta kem­ur í kjöl­far ákvörðunar fyr­ir­tæk­is­ins um að lækka láns­hæf­is­mat Frakk­lands og Aust­ur­rík­is úr AAA, en rík­in hafa verið helstu bak­hjarl­ar sjóðsins.

Mario Drag­hi, banka­stjóri Evr­ópska seðlabank­ans, seg­ir nauðsyn­legt að setja meira fé í sjóðinn í kjöl­far þess­ar­ar ákvörðunar. Þau Evr­ópu­ríki sem séu enn með ein­kunn­ina AAA verði að leggja meira af mörk­um til að styrkja sjóðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK