Airbus flýgur fram úr Boeing

Airbus A380
Airbus A380 Reuters

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus flaug fram úr bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing á síðasta ári er markaðshlutdeild Airbus jókst verulega. Er Airbus nú með  mun meiri markaðshlutdeild en Boeing þegar kemur að pöntunum í nýjar vélar.

Alls voru pantaðar 1.419 Airbus þotur á síðasta ári, þar á meðal 26 af A380 risaþotum.

Alls afhenti Airbus 534 vélar á síðasta ári. Alls voru pantaðar 805 nýjar Boeing þotur á síðasta ári sem þýðir að Airbus er með 64% markaðshlutdeild.

Þrátt fyrir góðan árangur á síðasta ári eiga stjórnendur Airbus ekki von á að nýtt met verði slegið í ár. Hins vegar er það markmið þeirra að halda 40-60% markaðshlutdeild og útiloka að jafna met Boeing frá árinu 1995 er markaðshlutdeildin var 81%.

Boeing Dreamliner 787-800
Boeing Dreamliner 787-800 Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK