Alþjóðabankinn varar við samdrætti

Robert Zoellick, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans.
Robert Zoellick, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans. Reuters

Alþjóðabankinn hefur lækkað hagvaxtarspá fyrir yfirstandandi ár og segir að skuldakreppa í þróuðum ríkjum geti valdið meira umróti í efnahagsmálum en fjármálakreppan árið 2008.

Bankinn spáir því nú að hagvöxtur í heiminum verði að jafnaði 2,5% á þessu ári og 3,1% á því næsta en hafði áður spáð 3,6% hagvexti bæði árin. 

„Hagkerfi heimsins er nú á afar erfiðu skeið sem einkennist af miklum veikleikum og hættu á samdrætti," segir í skýrslu Alþjóðabankans. 

Segir bankinn að þótt svo virðist nú sem tekist hafi að ná tökum á vandanum sé áfram hætta á mun víðtækari stöðnun á fjármagnsmarkaði og alþjóðlegri kreppu, svipaðri og varð í kjölfar gjaldþrot bandaríska bankans Lehman Brothers haustið 2008.  Rík lönd geti ekki treyst á að fjármálamarkaðir vilji fjármagna ríkissjóðshalla þeirra og afborganir af skuldum. 

Verði það raunin að rík lönd geti ekki sótt lánsfé á markaði gæti það haft í för með sér mun víðtækari kreppu sem hefði áhrif á fjármálastofnanir beggja vegna Atlantshafs. „Heimurinn gæti lent í samdrætti sem yrði jafnvel meiri en 2008/2009," segir Alþjóðabankinn.  Standi ríki heims frammi fyrir slíku gætu þau þurft að skera niður útgjöld og það muni enn auka á erfiðleikana.

Alþjóðabankinn áætlar að hagvöxtur í heiminum hafi verið 2,7% á síðasta ári. Dregið hafi úr vexti í þróuðum ríkjum ef undan eru skilin Japan og Bandaríkin. Einnig hafi dregið úr umsvifum stórra þróunarríkja á borð við Brasilíu og Indland, m.a. vegna opinbers niðurskurðar. 

Tilkynning Alþjóðabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK