Kodak er gjaldþrota

Bandaríski myndavélarisinn Eastman Kodak hefur farið fram á gjaldþrotaskipti.
Bandaríski myndavélarisinn Eastman Kodak hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Reuters

Banda­ríski mynda­vélaris­inn Eastman Kodak hef­ur farið fram á gjaldþrota­skipti. Þetta kom fram í yf­ir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu sem send var út í morg­un. 

Þar seg­ir for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Ant­onio Perez, að ákveðið hafi verið að fara þessa leið eft­ir vand­lega íhug­un. Hann seg­ir þetta hafa verið nauðsyn­legt skref fyr­ir framtíð Kodak.

Tækni og fram­leiðslu­vör­ur Eastman Kodak urðu til þess að mynda­vél­ar urðu aðgengi­leg­ar al­menn­ingi fyr­ir rúmri öld síðan.

Fyr­ir­tækið var stofnað af Geor­ge Eastman árið 1892 og var með yf­ir­burðastöðu á markaði fyr­ir mynda­vél­ar og film­ur lung­ann úr 20. öld­inni.

Fyr­ir­tækið hef­ur átt í vök að verj­ast síðan sta­f­ræn­ar mynda­vél­ar komu til sög­unn­ar skömmu fyr­ir alda­mót­in 2000.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK