RB kaupir hluta eigna Teris

Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna

Reiknistofa bankanna (RB) hefur gert skuldbindandi tilboð í  hluta af eignum Teris þar með talið netbankalausnir, samþættingarlausnir og ýmsar fjölbankalausnir sem Teris hefur þróað. Tilboðið er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Teris áformar að útvista öðrum rekstrarþáttum en þeim sem RB kaupir til annarra tæknifyrirtækja. Fjöldi starfsmanna Teris sem vinna við þær lausnir sem RB kaupir flytjast til RB samhliða samningnum.

Velta RB verður eftir sameiningarferlið 3,7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Félagið mun hafa 23% hlutdeild á markaði, en miðað við tölur frá Samkeppniseftirlitinu var tæknikostnaður banka- og sparisjóða  um 16 milljarðar árið 2010.

„Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð Teris vegna fækkunar viðskiptavina að undanförnu.   Með kaupunum er tryggt áframhaldandi aðgengi smærri fjármálastofnana að ýmsum grunnlausnum sem viðskiptavinir Teris hafa nýtt sér. Þetta er  til að mynda  einkar mikilvægt með tilliti til áframhaldandi rekstrar Sparisjóðanna," segir í tilkynningu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK