Apple tvöfaldaði hagnaðinn

Spjaldtölvur og sími frá Apple.
Spjaldtölvur og sími frá Apple. Reuters

Hagnaður banda­ríska tölvu­fram­leiðand­ans Apple Corp. nam 13,06 millj­örðum dala, 1.618 millj­örðum króna, á síðasta fjórðungi árs­ins 2011, og jókst um 118% frá sama tíma­bili árið áður. Er þetta mun betri af­koma en sér­fræðing­ar væntu.

Apple seldi 37 millj­ón­ir ein­taka af iP­ho­ne-farsím­um á árs­fjórðungn­um, tvö­falt fleiri en á fjórðungn­um á und­an og einnig tvö­falt fleiri en fyr­ir jól­in 2010. Þá seld­ust 5,43 millj­ón­ir iPad-spjald­tölva sem er 111% aukn­ing frá árs­fjórðungn­um á und­an, 5,2 millj­ón­ir ein­taka af Mac­intosh-tölv­um, sem er 26% aukn­ing, og 15,4 millj­ón­ir iPod-spil­ara sem er 21% sam­drátt­ur. 

Tekj­ur námu 46,33 millj­örðum dala á tíma­bil­inu og juk­ust um 73% frá fyrra ári. Eru tekj­urn­ar mun meiri en á sama tíma­bili árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK