Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu hækkuðu töluvert í dag og gengi evrunnar hefur ekki verið hærra í einn mánuð. Er þetta rakið til ákvörðunar bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna um að stýrivextir bankans verði í kringum 0% næstu tvö árin hið minnsta.
Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 um 1,26%, CAC-40 vísitalan í París hækkaði um 1,535 og DAX 30 í Frankfurt hækkaði um 1,84%. Í Madríd hækkaði vísitalan um 1,85% og í Mílanó nam hækkunin 1,71%.
Evran fór í dag í 1,3184 Bandaríkjadali og hefur ekki verið jafnhátt skráð síðan 21. desember sl. Evran er nú skráð á 1,3151 dal.