Óvissu um vaxtaforsendur gengislána verður eytt

Að hvaða niðurstöðu Hæstiréttur Íslands kemst í máli Pinedo hefur …
Að hvaða niðurstöðu Hæstiréttur Íslands kemst í máli Pinedo hefur mikla þýðingu. mbl.is/Hjörtur

Í fe­brú­ar mun hæstirétt­ur úr­sk­urða um vaxta­for­send­ur geng­islána, það er hvort bank­arn­ir geti áfram rukkað fólk aft­ur í tím­ann um vexti þótt það sé þegar búið að greiða þá. Um gríðarlega hags­muni er að ræða fyr­ir skuld­ara.

Eins og al­kunna er féllu dóm­ar í hæsta­rétti um ólög­mæti geng­islána (mál nr. 92/​2010 og 153/​2010), þar sem lán sem tek­in voru í ís­lensk­um krón­um en tengd er­lend­um gjald­miðli voru dæmd ólög­mæt sam­kvæmt regl­um laga nr. 38/​2001.

Í um­fjöll­un um þetta mál í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag seg­ir, að ágrein­ing­ur sé  aft­ur á móti enn uppi um hvort þar með falli vaxta­út­reikn­ing­ur þess­ara lána niður eða ekki. Skuld­ar­ar hafa þegar greitt vexti af lán­un­um en þar sem um geng­islán hafi verið að ræða voru þeir eðli­lega lág­ir. Bank­arn­ir hafa því rukkað aft­ur í tím­ann út frá töxt­um Seðlabanka Íslands um vexti og kraf­ist mun hærri greiðslna.

Mál Maríu El­viru Mendéz Pinedo, pró­fess­ors hjá Há­skóla Íslands og sér­fræðingi í Evr­ópu­rétti, verður flutt fyr­ir hæsta­rétti hinn 6. fe­brú­ar og eru sjö dóm­ar­ar sett­ir yfir málið. Þegar svo marg­menn­ur dóm­ur er í mál­um er venj­an að málsmeðferðin taki stutt­an tíma, hugs­an­lega aðeins tvær til þrjár vik­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK