Matsfyrirtækið Fitch lækkaði í dag lánshæfiseinkunn fimm evrulanda, þ.e. Ítalíu, Spánar, Belgíu, Kýpur og Slóveníu. Að mati Fich er efnahagslíf allra þessara landa veikt og þau þola illa frekari áföll.
Horfur í öllum löndunum eru neikvæðar sem þýðir að ekki er útilokað að lánshæfiseinkunn þeirra lækki enn frekar.
Þessi lækkun þýðir að lánshæfiseinkunn Spánar og Slóveníu er komin niður í A. Lánshæfiseinkunn Ítalíu er A-. Einkunn Belgíu er AA, Kýpur fer úr BBB í BBB-. Lánshæfiseinkunn Írlands er óbreytt eða BBB+