Fimm hafa áhuga á Saab

Saab
Saab Reuters

Allt að fimm fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að kaupa sænska Saab-bílaframleiðandann, samkvæmt upplýsingum frá einum af skiptastjórum þrotabús Saab.

Sænska fréttastofan TT hefur eftir Hans Bergqvist að hann geti ekki upplýst nöfn þeirra sem eru í viðræðum við þrotabúið en fimm fyrirtæki hafa lýst yfir miklum áhuga. Unnið sé að því að selja Saab en fyrirtækið fór í þrot 9. desember og stefnt er að því að selja það til eins kaupanda. Með því fáist mest verðmæti fyrir fyrirtækið í stað þess að selja það í einingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK