Fjárfestar gleðjast á mörkuðum

Frá kauphöllinni í Frankfurt
Frá kauphöllinni í Frankfurt Reuters

Evrópskar hlutabréfavísitölur hafa hækkað í dag og evran líka meðal annars vegna jákvæðra frétta af kínversku efnahagslífi. Eins hafa fréttir af skráningu Facebook á markað haft jákvæð áhrif.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 1,49%, CAC hefur hækkað um 1,71% í París og DAX hefur hækkað um 2,16% í Frankfurt. Í Mílanó nemur hækkun dagsins 2,49% og í Madríd 1,88%.

Evran hefur hækkað gagnvart Bandaríkjadal á gjaldeyrismörkuðum beggja vegna Atlantsála. Hún stendur nú í 1,3158 dölum samanborið við 1,3080 dali í New York í gærkvöldi.

Í New York hafa hlutabréfavísitölur einnig hækkað og er það aðallega rakið til þess að Facebook mun væntanlega ætla að safna 5-10 milljörðum Bandaríkjadala í útboði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK