Krónan ekki veikari í rúmt hálft ár

Gengi krónunnar veiktist töluvert í  janúarmánuði eða um 2%. Gengisvísitalan stóð í rétt rúmlega 217 stigum í upphafi árs en fór upp fyrir 221 stig í gær.  Krónan hefur nú ekki verið veikari síðan um mitt síðasta sumar.

Greining Íslandsbanka segir veikinguna koma til vegna  árstíðarsveiflu sem veldur því að gengi krónunnar lækkar, ekki síst vegna þess að straumur gjaldeyris vegna erlendra ferðamanna hefur minnkað.

„Reyndar er útlit fyrir að viðsnúningurinn gæti orðið fyrr á ferðinni í ár heldur en í fyrra þar sem góð loðnuveiði gæti leitt til aukins innflæðis gjaldeyris á næstu mánuðum. Eins og kunnugt er fá íslensk skip að veiða 554 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð, sem er meira en tvöföldun frá því í fyrra en útflutningsverðmætið er áætlað allt að 30 milljarðar kr. á þessu ári. Við þetta bætist að botnfiskkvóti er u.þ.b. 4-5% meiri í þorskígildistonnum talið en í fyrra og verð sjávarafurða á heimsmarkaði hefur hækkað talsvert undanfarið ár. Það lítur því allt út fyrir að gjaldeyristekjur sjávarútvegsins verði umtalsvert meiri í ár en í fyrra, og mun það að öllu jöfnu styðja við gengi krónunnar,“ segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

Gengisvísitala krónunnar stendur nú  í 221 stigi og hefur veikst um 2,4% frá síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans sem var þann 7. desember síðastliðinn.

„Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn í næstu viku. Við teljum þó að litlar líkur séu á að lækkun krónunnar undanfarið muni leiða til þess að nefndin ákveði að hækka stýrivexti bankans nú. Við búumst við að Seðlabankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum en hluti af óvissunni í spánni lýtur ekki síst að því hvaða augum peningastefnunefnd bankans lítur þessa gengislækkun sem er talsverð,“ segir ennfremur í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK