Starfsmenn KPMG yfirheyrðir

KPMG
KPMG mbl.is/Sverrir

„Við höfum verið í aðgerð í dag sem tengist Sjóvá Milestone rannsókninni, sem er búin að vera í gangi í nokkurn tíma," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

Fulltrúar embættisins gerðu í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. Hald var lagt á ýmis gögn, sem tengjast rannsókninni sem snýr að Milestone og Sjóvá, en Ólafur vildi ekki gefa nánari upplýsingar um hvað málið snerist.

Þá voru þrír starfsmenn KPMG boðaðir til yfirheyrslu, en enginn var handtekinn í aðgerðunum.

Mál sem varða samskipti Sjóvár og Milestone, sem var eigandi félagsins til skamms tíma, hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara síðan um mitt ár 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK