Vaxtahækkanir í kortunum hjá Seðlabankanum

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir

Útlit fyrir meiri verðbólgu á fyrsta fjórðungi ársins og vísbendingar um kröftugri hagvöxt en fyrri spár hafa gert ráð fyrir munu að öllum líkindum verða til þess að Seðlabanki Íslands sjái sér ekki annað fært en að hækka stýrivexti bankans 8. febrúar næstkomandi – annaðhvort um 25 punkta eða 50 punkta.

Að sögn viðmælenda Morgunblaðsins veltur mikið á væntanlegri spá Seðlabankans í nýjum Peningamálum sem verður birt samhliða vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans í næstu viku. Fari svo að uppfærð spá bankans geri ráð fyrir kröftugri hagvexti, verðbólgu og einkaneyslu þá er einsýnt að aðhaldsaðgerðir Seðlabankans muni fara fyrr af stað en búist var við.

Í fréttaskýringu um vaxtamálin í Morgunblaðinu í dag segir, að að mati greiningardeildar Arion banka er ennfremur líklegt að í kjölfarið fylgi önnur vaxtahækkun upp á 0,25 prósentur strax í mars. Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunendar Seðlabankans í desember að núverandi vaxtastig – 4,75% stýrivextir – virtist vera um það bil við hæfi á komandi mánuðum. Rétt eins og greiningardeild Arion banka bendir á var það mat hins vegar byggt á framvindu verðbólgunnar sem nú hefur þróast í þá átt að vera umtalsvert meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrálátari verðbólga en vonir stóðu til mun því að öðru óbreyttu leiða til þess að Seðlabankinn þarf að auka aðhald peningastefnunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK