Íhugaði að segja af sér

Forstjóri Royal Bank of Scotland, Stephen Hester
Forstjóri Royal Bank of Scotland, Stephen Hester Reuters

Stephen Hester, for­stjóri breska bank­ans Royal Bank of Scot­land, viður­kenn­ir að hann hafi ekki gert sér grein fyr­ir því fyr­ir­fram hversu mik­il reiði myndi brjót­ast út vegna fyr­ir­hugaðra bón­us­greiðslna hans og seg­ist hann hafa íhugað að segja af sér.

Ákvörðun stjórn­ar RBS um að greiða Hester 963 þúsund pund, 187,4 millj­ón­ir króna, í kaupauka, í formi hluta­bréfa, fyr­ir síðasta ár olli mik­illi reiði meðal stjórn­mála­manna og al­menn­ings í Bretlandi. Laun Hesters á síðasta ári námu 1,2 millj­ón­um punda.

Hester afþakkaði bón­us­inn í kjöl­farið en í gær sendi hann starfs­mönn­um RBS bréf vegna máls­ins þar sem hann sagðist skilja vel að ákvörðun stjórn­ar­inn­ar hafi verið um­deild á sama tíma og breska ríkið boðar mik­inn niður­skurð. Breska ríkið á 82% hlut í RBS en bjarga varð bank­an­um frá falli í októ­ber 2008. 

Hester hef­ur stýrt RBS í þrjú ár og seg­ir verk­efnið sem hann hafi tekið að sér hafi oft verið erfitt og hann íhugað að segja af sér í nokk­ur skipti. Hann hafi hins veg­ar kom­ist að þeirri niður­stöðu að það væri ekki hið rétta held­ur miklu frek­ar að reyna að auka hag RBS.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka