Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Pepsi ætlar að fækka starfsmönnum um 8.700 en það svarar til 3% starfsmanna.
Þrátt fyrir uppsagnir ætlar fyrirtækið, sem bæði framleiðir gosdrykki, kartöfluflögur o.fl., að setja aukið fé í markaðssetningu á yfirstandandi ári.
Hagnaður PepsiCo á fjórða ársfjórðungi nam 1,42 milljörðum dala, 174 milljörðum króna, eða 89 sentum á hlut. Á sama tímabili 2010 nam hagnaðurinn 1,37 milljörðum dala eða 85 sentum á hlut.