Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn 34 ítalskra banka. Um miðjan janúar lækkaði fyrirtækið lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins um tvo punkta, úr A í BBB+.
Stærstu fjármálafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem S&P lækkar lánshæfismat hjá, s.s. UniCredit, Intesa Sanpaolo, Banca Nazionale del Lavoro og Mediobanca.