Litlar breytingar á krónunni

Eftir umtalsverða veikingu á gengi krónunnar í janúarmánuði hefur lítil breyting orðið þar á það sem af er febrúar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

„Má því segja í heild að gengi hennar hafi verið nokkuð stöðugt, og raunar hafa gengissveiflur krónu ekki verið jafn litlar á tveggja vikna tímabili og undanfarnar vikur síðan í kring um mánaðamótin nóvember/desember á síðasta ári. Þó hefur sú litla hreyfing sem hefur átt sér stað verið í jákvæða átt, þ.e. styrking upp á 0,4% m.v. gengisvísitölu krónunnar, en gengi krónunnar veiktist um hátt í 2% í janúar.

Eins og oftast er raunin hefur þróunin á gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum verið með nokkuð mismunandi hætti. Þannig hefur lítilsháttar veiking, eða sem nemur rúmum 0,2%, verið á gengi krónunnar gagnvart evrunni það sem af er febrúar og kostar evran nú rúmar 162 krónur á innlendum millibankamarkaði.

Á hinn bóginn hefur Bandaríkjadollar lækkað nokkuð í verði og er nú á rúmar 122 krónur en var á hátt í 124 krónur í lok janúar. Nemur styrking krónunnar gagnvart dollar þar með um 1,3%. Einnig hefur breska pundið lækkað nokkuð í mánuðinum, og er nú á rúmar 193 krónur en kostaði í lok janúar 195 krónur. Nemur styrking krónunnar gagnvart pundinu þar með  um 0,9%,“ segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK