Verð á olíu hefur hækkað á mörkuðum í dag í kjölfar samkomulags á gríska þinginu í gærkvöldi um að grípa til frekari niðurskurðaraðgerða.
Í New York hefur verð á West Texas Intermediate-hráolíu (WTI) hækkað um 94 sent og er 99,61 Bandaríkjadalur tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu hækkað um 1,03 dali og er 118,34 dalir tunnan.