Atvinnuleysið 7,2%

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar Óskarsson

Skráð at­vinnu­leysi í janú­ar var 7,2% en að meðaltali voru 11.452 at­vinnu­laus­ir í janú­ar og fækkaði at­vinnu­laus­um um 308 að meðaltali frá des­em­ber eða um 0,1 pró­sentu­stig.

Venju­lega fjölg­ar at­vinnu­leit­end­um nokkuð milli des­em­ber og janú­ar mánaða, en fækk­un nú skýrist einkum af tvennu.

500 af­skráðir á at­vinnu­leys­is­skrá

Ann­ars veg­ar að flest­ir þeirra ríf­lega 900 ein­stak­linga sem tóku þátt í námsátak­inu „Nám er vinn­andi veg­ur“ halda áfram námi vormiss­erið 2012 og fóru því af at­vinnu­leys­is­skrá um síðustu ára­mót.

Í ann­an stað rann út um síðustu ára­mót bráðabirgðaákvæði um minnkað starfs­hlut­fall og í kjöl­farið af­skráðust um ára­mót­in ná­lægt 500 manns sem höfðu fengið greidd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur með hluta­starfi, seg­ir í frétt Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Fyr­ir ári nam aukn­ing at­vinnu­leys­is frá janú­ar til fe­brú­ar 2011, 0,1 pró­sentu­stigi, fór úr 8,5% í jan. 2011 í 8,6% í feb. 2011. Gera má ráð fyr­ir að at­vinnu­leysi breyt­ist með lík­um hætti milli mánuða í ár og síðasta ár og verði á bil­inu 7,1‐7,4%.

At­vinnu­laus­um fækk­ar á höfuðborg­ar­svæðinu

Körl­um á at­vinnu­leys­is­skrá fjölgaði um 61 að meðaltali en kon­um fækkaði um 369. At­vinnu­laus­um fækkaði um 313 á höfuðborg­ar­svæðinu en fjölgaði um 5 á lands­byggðinni. At­vinnu­leysið var 7,8% á höfuðborg­ar­svæðinu og minnkaði úr 8% í fyrri mánuði. Á lands­byggðinni jókst at­vinnu­leysið úr 6,1% í des­em­ber 2011 í 6,2% í janú­ar 2012. Mest var at­vinnu­leysið á Suður­nesj­um 12,5%, en minnst á Norður­landi vestra 2,8%. At­vinnu­leysið var 7,5% meðal karla og 6,8% meðal kvenna.

Alls voru 12.080 manns at­vinnu­laus­ir í lok janú­ar. Þeir sem voru at­vinnu­laus­ir að fullu voru hins veg­ar 10.656. Fækk­un at­vinnu­lausra í lok janú­ar­mánaðar frá lok­um des­em­ber nam 599 en 40 færri karl­ar voru á skrá og 559 færri kon­ur m.v. des­em­ber­lok. Á lands­byggðinni fækkaði um 205 og um 394 á höfuðborg­ar­svæðinu.

5.458 án at­vinnu í sex mánuði eða meira

Fjöldi þeirra sem hafa verið at­vinnu­laus­ir leng­ur en 6 mánuði er nú 5.458 og hef­ur fækkað um 1.169 frá lok­um des­em­ber og eru um 45% þeirra sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá í janú­ar. Þeim sem verið hafa at­vinnu­laus­ir í meira en eitt ár fækk­ar úr 4.526 í lok des­em­ber í 3.695 í lok janú­ar.

16% at­vinnu­lausra á aldr­in­um 16-24 ára

Alls voru 1.930 á aldr­in­um 16‐24 ára at­vinnu­laus­ir í lok janú­ar eða 16% allra at­vinnu­lausra. Í lok des­em­ber voru 2.040 á þess­um aldri at­vinnu­laus­ir og hef­ur þeim fækkað milli mánaða um 110. Í lok janú­ar 2011 var fjöldi at­vinnu­lausra ung­menna 2.670.

 1.245 Pól­verj­ar án at­vinnu

Alls voru 2.126 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar án at­vinnu í lok janú­ar, þar af 1.245 Pól­verj­ar eða um 59% þeirra út­lend­inga sem voru á skrá í lok mánaðar­ins. Flest­ir at­vinnu­lausra er­lendra rík­is­borg­ara voru starf­andi í bygg­ing­ariðnaði eða 420.

Sam­tals voru 1.178 af þeim sem voru skráðir at­vinnu­laus­ir í lok janú­ar í hluta­störf­um, þ.e. þeir sem eru í reglu­bundn­um hluta­störf­um eða með til­fallandi eða tíma­bundið starf á síðasta skrán­ing­ar­degi í janú­ar. Þetta eru um 10% af þeim sem voru skráðir at­vinnu­laus­ir í lok janú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK