Fréttaskýring: Brotthvarf ekki óhugsandi

Reuters

Þrátt fyr­ir að svo virðist sem yf­ir­vof­andi greiðsluþroti gríska rík­is­ins hafi verið af­stýrt þá er ljóst að Grikk­ir standa enn sem fyrr frammi fyr­ir mikl­um efna­hagsþreng­ing­um. Stefnu­smiða Grikk­lands bíður það erfiða verk­efni að fram­kalla nægj­an­leg­an hag­vöxt á næstu árum eigi að tak­ast að grynnka á ósjálf­bærri skulda­stöðu rík­is­ins – og á sama tíma að halda áfram að skera harka­lega niður hjá hinu op­in­bera.

Helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur í evr­ópsk­um kaupöll­um hækkuðu skarpt í gær vegna ákvörðunar gríska þings­ins að samþykkja frek­ari niður­skurðar­til­lög­ur sem eru for­senda þess að ráðamenn á evru­svæðinu samþykki 130 millj­arða neyðarlán til Grikkja. Fast­lega er reiknað með því sú lán­veit­ing verði veitt í vik­unni.

Flest hef­ur farið á ann­an veg en efna­hags­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins gerðu upp­haf­lega ráð fyr­ir árið 2010. Gríska hag­kerfið átti að drag­ast sam­an um 3% á liðnu ári – en þess í stað nam sam­drátt­ur­inn 6%. Það hefði ekki átt að koma á óvart. Harka­leg­ur niður­skurður í rík­is­bú­skapn­um sam­hliða þeirra staðreynd að Grikk­land get­ur ekki fellt hjá sér gengið til að örva vöxt í út­flutn­ingi hef­ur hrundið af stað sjálfs­upp­fyll­andi spíral: hag­kerfið dregst enn meira sam­an og skuld­irn­ar aukast upp úr öllu valdi.

Árið 2008 námu heild­ar­skuld­ir gríska rík­is­ins 260 millj­örðum evra. Þrátt fyr­ir tvö neyðarlán að and­virði sam­tals 240 millj­arða evra – hið fyrra 110 millj­arðar og nú hið síðara sem nem­ur 130 millj­örðum – og 100 millj­arða evra af­skrift­ir á skuld­um gríska rík­is­ins þá hef­ur skuld­astaðan hins veg­ar aðeins versnað. Gangi allt eft­ir eiga skuld­ir gríska rík­is­ins, sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu, að minnka úr 165% í 120% á næstu átta árum. Fáir hag­fræðing­ar eru hins veg­ar svo bjar­stýn­ir að telja senni­legt að Grikkj­um tak­ist að ná því mark­miði fyr­ir 2020 án þess að til komi frek­ari af­skrift­ir, hugs­an­lega fleiri neyðarlán – og enn meira aðhald í rík­is­rekstri.

Brott­hvarf Grikkja af evru­svæðinu er nú rætt með op­in­skárri hætti en oft áður – ekki síst á meðal ráðamann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og Finn­landi – í ljósi þess að marg­ir ótt­ast að nýtt neyðarlán til Grikkja sé aðeins tíma­bund­inn gálga­frest­ur. Frek­ari fjár­hagsaðstoðar verði þörf fyr­ir Grikki síðar meir eigi að af­stýra greiðsluþroti.

Ótt­inn við greiðsluþrot

Brott­hvarf Grikk­lands af evru­svæðinu og í kjöl­farið greiðsluþrot myndi óhjá­kvæmi­lega hafa í för með sér harka­lega aðlög­un. Gengi hins nýja gjald­miðils félli að öll­um lík­ind­um í verði um meira en 50%; verðbólga myndi mæl­ast í tveggja stafa töl­um; og hag­kerfið færi í gegn­um djúpt en snarpt sam­drátt­ar­skeið.

Þegar horft er hins veg­ar til reynslu þeirra ríkja sem hafa farið í greiðsluþrot með til­heyr­andi geng­is­hruni gjald­miðils­ins þá hef­ur reynsl­an sýnt að hag­vöxt­ur tek­ur fljótt kröft­ug­lega við sér auk þess sem verðbólga lækk­ar hratt í kjöl­farið. Á þess­um tíma­punkti virðast þó flest­ir ráðamenn í Grikklandi úti­loka slík­an val­kost – enda ótt­ast þeir þær gríðarlegu efna­hags­hörm­ung­ar sem myndu ríða yfir landið til skemmri tíma. Það er þó ekki úti­lokað að sú afstaða breyt­ist með nýrri rík­is­stjórn eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar næst­kom­andi apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK