Olíuverð lækkaði í viðskiptum í Asíu í dag í kjölfar vaxandi áhyggja af skuldakrísunni á evrusvæðinu eftir að alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat og horfur fyrir níu Evrópuríki.
„Olíumarkaðurinn er að bregðast við lækkun Moody's á lánshæfiseinkunnum nokkurra Evrópuríkja,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Victor Shum, ráðgjafa á sviði orkumála. „Athyglin er aftur á evrusvæðinu og það er að leiða til einhverrar sölu á mörkuðunum.“