Útlit fyrir áframhaldandi vöxt einkaneyslu

Reuters

Útlit fyr­ir að einka­neysl­an haldi áfram að vaxa á nýju ári ef marka má nýj­ar upp­lýs­ing­ar frá Seðlabanka Íslands um korta­velt­una í janú­ar.

„Sam­an­lögð raun­breyt­ing kred­it- og de­bet­korta­veltu ein­stak­linga í inn­lend­um versl­un­um gef­ur góða mynd af þróun einka­neyslu hér­lend­is og jókst velt­an á þann mæli­kv­arða um 4,4% í janú­ar borið sam­an við sama mánuð fyrra árs.

Þetta er aðeins hæg­ari vöxt­ur en var að jafnaði á síðasta ári en  nokkuð góður vöxt­ur engu að síður,“ seg­ir í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka.

Seðlabank­inn reikn­ar með hæg­ari vexti einka­neysl­unn­ar á yf­ir­stand­andi ári en í fyrra. Spá þeir 2,2% vexti einka­neyslu í ár. Einka­neysla fyrstu þrjá árs­fjórðunga síðasta árs jókst hins­veg­ar um 4,4% borið sam­an við sama tíma­bil árið áður og ger­ir spá Seðlabank­ans ráð fyr­ir að vöxt­ur einka­neyslu yfir allt síðasta ár sé  4,5%. Það er í takti við korta­veltu ein­stak­linga inn­an­lands sem jókst um 4,6% að raun­gildi á ár­inu 2011 frá fyrra ári.

De­bet­korta­velt­an í janú­ar síðastliðnum var sam­tals 27,5 ma.kr. og er það aukn­ing um 2% að raun­gildi frá sama mánuði fyrra árs. Kred­it­korta­velta janú­ar­mánaðar var í heild­ina litið 31,5 ma.kr. sem er aukn­ing um rúm­lega 4% að raun­gildi frá sama mánuði fyrra árs.

„Eins og fyrri dag­inn er hraðari vöxt­ur milli ára í er­lendri kred­it­korta­veltu, sem eykst um 13%, held­ur en inn­lendri kred­it­korta­veltu sem jókst um 3% að raun­gildi. Korta­velta út­lend­inga hér­lend­is jókst um tæp­lega 10%  að raun­gildi í janú­ar frá sama mánuði í fyrra. Það er í takti við töl­ur um gist­inæt­ur sem sýndu veru­lega aukn­ingu á milli ára. Ferðamanna­brans­inn er því áfram að skila aukn­um gjald­eyris­tekj­um á milli ára, þótt á móti sé land­inn líka að fara meira utan eins og töl­urn­ar um er­lenda korta­veltu sýna glöggt,“ seg­ir í Morgun­korni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK