Árangur í viðræðum við Grikki

Jean-Claude Juncker og Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands ræða saman.
Jean-Claude Juncker og Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands ræða saman. REUTERS

Árang­ur hef­ur náðst í viðræðum Evr­ópu­sam­bands­ins við stjórn­völd í Grikklandi. Ólík­legt er þó talið að niðurstaða í viðræðunum liggi fyr­ir fyrr en eft­ir helgi.

Viðræðurn­ar snú­ast ekki síst um að Grikk­ir nái að sann­færa fjár­málaráðherra evru­ríkj­anna um að þeir ætli að standa við fyr­ir­heit sem þeir hafa gefið í tengsl­um við lána­fyr­ir­greiðslu við Grikk­land.

Jean-Clau­de Juncker, sem fer fyr­ir fjár­málaráðherr­un­um, seg­ir að þó að ár­ang­ur hafi náðst þurfi að vinna meira í mál­inu til að fá skýr­ari mynd af því hvernig Grikk­ir ætli að koma áætl­un­um sín­um í fram­kvæmd.

Stjórn­völd í Grikklandi von­ast eft­ir að sam­komu­lag tak­ist um að af­skrifuð verði lán að verðmæti 130 millj­arðar evra. Ströng skil­yrði fylgja þess­ari fyr­ir­greiðslu og hef­ur gengið illa að ná sam­komu­lagi um hvernig kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins verður hrundið í fram­kvæmd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK